Þjóðin verður að ráða

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að þjóðin verði sjálf að skera úr um hvaða leið verði fyrir valinu í Evrópumálum.  Það sé ríkur vilji fyrir því innan beggja stjórnarflokka að halda stjórnarsamstarfinu áfram og menn þurfi að komast að niðurstöðu án þess að öðrum flokknum sé stillt upp við vegg.

Ögmundur segir að engum dyljist að flokkarnir séu á öndverðum meiði í Evrópumálum. Samfylkingin telji aðild mikilvæga til að reisa landið við en VG og hann sjálfur telji að það hafi aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið. Hann segist vilja ganga mjög langt til að nálgast þjóðina í þessum efnum.

Það sé einfaldlega tæknilegt útfærsluatriði hvernig að slíkri atkvæðagreiðslu verði staðið og verið sé að ræða það í ríkisstjórninni núna hvort að greiða eigi atkvæði fyrir viðræður eða bara eftir að þeim er lokið. Hann hafi sjálfur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Enginn hafi rétt til þess að meina þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að taka ákvörðun í þessu sem og önnur brýn hagsmunamál. Ríkisstjórnarflokkarnir verði að leiöa þetta lykta án þess að reyna að stilla öðrum hvorum flokknum upp við vegg.

 
mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október

Loka