Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi og foringjastjórnmálum í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Í yfirlýsingu þingflokks Borgarahreyfingarinnar segir að mótmælin við Alþingi í janúar síðastliðnum hafi akki snúist um Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.
Þinghópurinn hvetur til víðtækara samráðs við nýkjörið þing, sem verði kallað saman hið fyrsta.