Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar

Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn.
Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn. mbl.is/Árni Sæberg

Í sam­starfs­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs seg­ir, að ákvörðun um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu verði í hönd­um ís­lensku þjóðar­inn­ar sem muni greiða at­kvæði um samn­ing í þjóðar­at­kvæðagreiðslu að lokn­um aðild­ar­viðræðum.

Þar kem­ur einnig fram, að ut­an­rík­is­ráðherra muni á vorþingi leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að aðild­ar­viðræður verði hafn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði að þetta ákvæði hefði reynst mörg­um flokks­mönn­um erfitt að samþykkja. Hann lagði hins veg­ar áherslu á, að flokk­ur­inn hefði ekki í neinu hvikað frá þeirri stefnu sinni að vera and­víg­ur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Tók Stein­grím­ur fram, að í at­kvæðagreiðslu um til­lög­una muni þing­menn fylgja sann­fær­ingu sinni.´

Í stjórn­arsátt­mál­an­um seg­ir, að flokk­arn­ir áskilji sér rétt til að halda fast í sín sjón­ar­mið í þeirri umræðu sem fram fer um Evr­ópu­sam­bandið inn­an þings og utan.

Rík­is­stjórn­in er í sátt­mál­an­um sögð mynduð um að tryggja efna­hags­leg­an og fé­lags­leg­an stöðug­leika og leita þjóðarsam­stöðu um leið Íslands til end­ur­reisn­ar, nýj­an stöðug­leika­sátt­mála.

Þá seg­ir,  að stjórn­in sé mynduð á grund­velli góðs sam­starfs flokk­anna í frá­far­andi rík­is­stjórn. Á 80 dög­um hafi verið lagður grunn­ur að því, að hægt verði að snúa vörn í sókn á flest­um sviðum, þrátt fyr­ir gríðarlega erfiðar aðstæður í ís­lensku sam­fé­lagi og alþjóðlegu efna­hags­lífi. 

Með sátt­mál­an­um fylg­ir 100 daga áætl­un um hvernig eigi að fram­fylgja þeim aðgerðum, sem sátt­mál­inn kveður á um.

Stjórn­arsátt­mál­inn var samþykkt­ur sam­hljóða á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag. Stein­grím­ur sagði, að að flokks­stjórn­ar­fundi VG hefði sátt­mál­inn verið samþykkt­ur með öll­um at­kvæðum gegn 2.

mbl.is