Hraunfossinn frá gossprungunni á Fimmvörðuhálsi, sem rennur í stríðum straumi ofan í Hrunagil, er farinn að laða til sín mannfólkið í hundraðatali, ekki bara hérlent heldur hvaðanæva úr heiminum. Ægifögur eldsumbrotin blasa við á gilbarmi og betra að fara varlega. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar hafa verið af fossinum síðustu daga.