Ný gossprunga opnaðist á Fimmvörðuhálsi laust fyrir klukkan 19 miðvikudaginn 31. mars. Fjöldi fólks var á gosstöðvunum og varð vitni að þessu en í kjölfarið var svæðið rýmt. Umferð var hins vegar hleypt aftur á Fimmvörðuháls og í Þórsmörk daginn eftir. Meðfylgjandi myndir voru teknar snemma að morgni 1. apríl.