Krafinn um 117 milljónir fyrir eignir boðnar upp á Ebay

Þýskum garðyrkjumanni hefur verið fyrirskipað að greiða tæpa 117 milljónir króna af netuppboðsfyrirtæki vegna glæsihúss, bifreiðar og lítillar flugvélar en boð í nafni mannsins var það hæsta á eignirnar þrjár. Í frétt Ananova segir að Thomas Vogel, frá Munchen, sagðist hafa talið að það væri lélegur brandari þegar hann fékk tölvupóst frá Ebay þar sem honum var sagt að hann hafi átt hæsta boð í eignirnar, samtals 976,000 sterlingsbund.

Vögel, sem er 22 ára, sagðist hafa orðið að biðja kærustu sína að lesa tölvupóstinn þar sem hann tryði ekki sínum eigin augum.

Meðal annars er um að ræða húseign að andvirði rúmlega 830.000 punda, bifreið af gerðinni Mercedes Roadster að andvirði 101.000 pund og litla flugvél að andvirði 27.000 punda.

Vögel sagði Ebay og lögreglunni þegar í stað að hann hefði ekki boðið í neinn munanna en uppboðshaldarar segja að virða verði samninga.

Talsmaður Ebay, Heike Fuss, segir öryggi uppboðsvefjarins mikið og varið fyrir árásum. Fuss segir eitt eða tvö sambærileg tilvik áður hafa komið upp og líklegt sé að þau hafi verið vegna þess að fólk fór ógætilega með lykilorð sitt að vefnum.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvernig ég á að borga fyrir þetta. Ég get ekki gróðursett svona mörg trjám,“ segir Vögel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert