Skemmdir unnar á myndum Arthus-Bertrands á Austurvelli

Myndir Yann Arthus-Bertrands á Austurvelli.
Myndir Yann Arthus-Bertrands á Austurvelli. mbl.is/Jim Smart

Skemmd­ar­verk hafa verið unn­in á nokkr­um ljós­mynd­um er hafa verið til sýn­is á Aust­ur­velli í sum­ar und­ir heit­inu „Jörðin séð frá himni“. Taka þurfti niður fimm mynd­ir í gær þar sem krotað hafði verið á þær. Telja aðstand­end­ur sýn­ing­ar­inn­ar að skemmd­ar­verk­in hafi valdið mörg hundruð þúsunda króna tjóni.

Til sýn­is hafa verið ljós­mynd­ir sem franski ljós­mynd­ar­inn Yann Arth­us-Bertrand hef­ur tekið úr lofti víðs veg­ar um heim, m.a. á Íslandi. Skemmd­ir hafa einnig verið unn­ar á stóru al­heimskorti sem sett var upp vegna sýn­ing­ar­inn­ar.

Um­sjón­ar­menn sýn­ing­ar­inn­ar, Stine Nor­d­en og Sör­en Rud hjá Fotos­el­skapet Jor­d­en í Dan­mörku, eru miður sín vegna þessa, en þau hafa séð um fjöl­marg­ar sýn­ing­ar á mynd­um Bertrands á Norður­lönd­un­um án þess að verða vör við spell­virki af þessu tagi.

„Við höf­um fengið mjög góðar und­ir­tekt­ir bæði frá ferðamönn­um og Reyk­vík­ing­um en haldi skemmd­ar­verk­in áfram verðum við að vega það og meta hvort það sé þess virði að hafa sýn­ing­una áfram í Reykja­vík,“ segja þau.

Áætlað er að sýn­ing­in verði á Aust­ur­velli til 21. sept­em­ber nk. en verði hún tek­in niður er það í fyrsta sinn sem hætta þarf sýn­ingu á verk­um Bertrands á und­an áætl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert