Hljóðskilaboð um farsíma slá í gegn í Bandaríkjunum

Ný farsímaþjónusta, sem gerir notendum farsíma mögulegt að senda hljóðskilaboð …
Ný farsímaþjónusta, sem gerir notendum farsíma mögulegt að senda hljóðskilaboð til annarra farsímaeigenda hefur náð vinsældum.

Ný þjónusta, sem gerir notendum farsíma mögulegt að senda hljóðskilaboð til annarra farsímaeigenda hefur náð vinsældum í Bandaríkjunum. Um 12 milljónir farsímanotenda eru áskrifendur að þjónustunni hjá Nextel í Bandaríkjunum, en Nextel segist hafa sent um 62 milljarða slíkra skeyta um sitt kerfi á síðasta ári. Nú hefur FastMobile í Chicago í hyggju að taka slíka þjónustu í notkun í Bretlandi.

Þjónustan gerir notanda mögulegt að senda um 30 sekúndna löng skilaboð, sem annar notandi getur hlustað á. Kerfið, sem þjónustan byggir á, notar GPRS (General Packet Radio Service) farsímatækni til þess að senda skilaboð milli notenda. Skilaboðin eru send frá notanda að hliði farsímafyrirtækisins og þaðan er skeytið sent um Netið til skilaboðamiðlara. Skeytið fer loks aftur um Netið til móttakanda um GPRS.

Þjónustan (push-to-talk) þykir ódýr þar sem hún sneiðir hjá dýrum netkerfum og kostar álíka mikið og textaskilaboð, jafnvel milli landa. Gæði skilaboða eru svipuð, ef ekki betri heldur en samtal um farsíma því skilaboðin eru þjöppuð eins og hljóð sem berst um farsímanet, en þau tapa samt minni gögnum, að sögn BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka