Danskur hermaður efast um gagnsemi danskra hersveita í Írak

Óþekktur hermaður í varðstöð í Írak. Mestur tími danskra hermanna, …
Óþekktur hermaður í varðstöð í Írak. Mestur tími danskra hermanna, segir Caleb Noltensmejer liðþjálfi í danska hernum, fer í að gæta sinna eigin herbúða. AP

Liðþjálfi í danska herliðinu í Írak gagn­rýndi í dag yf­ir­menn sína og sak­ar þá um að halda öfl­ug­um liðsafla fimm hundruð danskra her­manna inni í her­búðum í land­inu frek­ar en að senda þá í leiðangra sem gætu reynst hættu­leg­ir lífi og lim­um her­mann­anna. „Við not­um skatt­féð til þess að slappa af í Eden-her­búðunum,“ seg­ir Ca­leb Noltens­mejer liðþjálfi í nýj­asta tölu­blaði CS Bla­det, frétta­bréfs her­manna (Central­for­en­ingen for Stam­per­so­nel), sem vinn­ur að varn­ar­mál­um í Dan­mörku. Noltens­mejer, sem hef­ur verið þrjá ára­tugi í danska hern­um, til­heyr­ir her­flokki sem hef­ur aðset­ur í Eden-her­búðum svo­kölluðum nærri Tígris­fljóti norður af borg­inni Basra, sem er und­ir breskri her­stjórn.

Noltens­mejer seg­ir að ástæðan sé að dansk­ir her­for­ingj­ar hafi áttað sig á að flest­ir dönsku her­mann­anna séu ekki nægi­lega þjálfaðir til þess að tak­ast á við þau verk­efni sem þeir ættu að inna af hendi í hinu stríðshrjáða landi. Noltens­mejer seg­ir að sú staðreynd að einn dansk­ur hermaður hafi fallið í Írak, og það fyr­ir hendi samlanda síns, segi allt um aðgerðal­eysi þeirra því að þeir fari sjaldn­ast út fyr­ir her­búðirn­ar.

Að sögn Niels-Jörgen Quist, of­ursta í danska hern­um, hafn­ar danski her­inn þess­um ásök­un­um með öllu, sem staðleysu. „Dönsku her­menn­irn­ir, sem send­ir voru til Íraks 12. októ­ber sl. hafa ferðast um 160.000 kíló­metra, gert 314 vopn upp­tæk og hand­tekið sex­tíu og fimm manns,“ seg­ir of­urst­inn.

Ger­h­ar­dt Bre­dö Simon­sen, vara­for­seti CS, full­yrðir hins veg­ar að þó að dansk­ar her­sveit­ir hafi lagt þetta marga kíló­metra að baki skipti meira máli hvað her­sveit­irn­ar hafi verið að gera á því ferðalagi öllu. „Ef her­menn halda sig fjarri hættu­svæðum ná þeir eng­um hernaðarleg­um ár­angri,“ sagði Bre­dö Simon­sen í viðtali við danska dag­blaðið Jyl­l­ands-Posten í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert