Lögreglan í Reykjavík fékk upphringingu rétt eftir klukkan fjögur í dag þar sem tilkynnt var um að sprengja væri undir borði á kaffistað í verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Lögreglu þótti sprengjuhótunin fremur óljós, en lögreglumenn fóru á vettvang og var húsið kannað í þaula. Ekki var talin ástæða til að rýma verslunarmiðstöðina. Enginn fótur reyndist vera fyrir sprengjuhótuninni.
Það var maður sem hringdi og tilkynnti um sprengjuna klukkan 16.04. Að sögn lögreglu er málið litið mjög alvarlegum augum og er það nú hjá rannsóknadeild lögreglunnar til meðferðar.