Michael þykir minnst aðlaðandi

Michael Jackson er sagður hafa gengist undir fjölda lýtaaðgerða.
Michael Jackson er sagður hafa gengist undir fjölda lýtaaðgerða.

Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson hefur verið valinn ófríðasti maður heims í könnun, sem breska kvennatímaritið Company stóð fyrir. Leitaði blaðið til þúsunda kvenna og spurði hvaða skemmtikraftur þeim þætti vera minnst aðlaðandi.

Í öðru sæti varð rauðhærði útvarpsmaðurinn Chris Evans, og poppsöngvarinn Peter Andre var í 3. sæti.

Þeir Liam Gallagher, söngvari Oasis, Justin Hawkins, forspakki hljómsveitarinnar Darkness og Idol-dómarinn Simon Cowell komust einnig ofarlega á listann. Mesta athygli vakti þó að poppsöngvarinn Justin Timberlake var í 6. sæti og knattspyrnumaðurinn David Beckham var í áttunda sæti en þeir hafa nokkrum sinnum verið efstir á lista yfir þá sem þykja kynæsandi.

Það sæti hreppti bandaríski leikarinn Brad Pitt að þessu sinni en hann var í 3. sæti á síðasta ári. Leikarinn Orlando Bloom veitti honum harða keppni að þessu sæti og þeir Timberlake og Beckham voru báðir ofarlega þar.

Brad Pitt.
Brad Pitt. ap
Justin Timberlake er umdeildur.
Justin Timberlake er umdeildur. AP
David Beckham.
David Beckham. AP
Liam Gallagher söngvari Oasis.
Liam Gallagher söngvari Oasis. AP
Orlando Bloom.
Orlando Bloom.
Simon Cowell.
Simon Cowell. AP
Justin Hawkins.
Justin Hawkins. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka