Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson hefur verið valinn ófríðasti maður heims í könnun, sem breska kvennatímaritið Company stóð fyrir. Leitaði blaðið til þúsunda kvenna og spurði hvaða skemmtikraftur þeim þætti vera minnst aðlaðandi.
Í öðru sæti varð rauðhærði útvarpsmaðurinn Chris Evans, og poppsöngvarinn Peter Andre var í 3. sæti.
Þeir Liam Gallagher, söngvari Oasis, Justin Hawkins, forspakki hljómsveitarinnar Darkness og Idol-dómarinn Simon Cowell komust einnig ofarlega á listann. Mesta athygli vakti þó að poppsöngvarinn Justin Timberlake var í 6. sæti og knattspyrnumaðurinn David Beckham var í áttunda sæti en þeir hafa nokkrum sinnum verið efstir á lista yfir þá sem þykja kynæsandi.
Það sæti hreppti bandaríski leikarinn Brad Pitt að þessu sinni en hann var í 3. sæti á síðasta ári. Leikarinn Orlando Bloom veitti honum harða keppni að þessu sæti og þeir Timberlake og Beckham voru báðir ofarlega þar.