Skíðahöll í Úlfarsfelli?

Hugmyndir hafa verið kynntar að byggingu skíðahallar í Úlfarsfelli eða nágrenni þess. Helgi Geirharðs son, formaður mannvirkjanefndar Skíðasambands Íslands, setti fram þessar hugmyndir á Skíðaþingi Íslands, sem hann segir að myndu leiða af sér gerbreyttar aðstæður til skíðaiðkunar á höfuðborgarsvæðinu.

Hugmyndirnar hafa verið kynntar ÍTR, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.

Meðal þeirra hugmynda sem Helgi kynnti voru snjóframleiðsla og söfnun á foksnjó en mesta áherslu leggur hann á byggingu skíðahallar. Hann segir mikilvægt að húsið sé í nálægð við höfuðborgina, út frá rekstrarlegum sjónarmiðum. Að sögn Helga myndi framkvæmdakostnaður vegna byggingar nýrrar skíðahallar vera á milli 600 og 800 milljóna króna. Helgi telur kosti við skíðahöll sem þessa ótvíræða því þá yrði rekstur skíðasvæðanna samfelldari. „Þetta myndi einnig gera það að verkum að við myndum eignast fleiri iðkendur og afreksmenn í skíðaíþróttinni. Einnig væri mögulegt að halda þarna stórar alþjóðlegar keppnir, sem mætti kalla keppnir í borg, en það er nánast engin borg sem getur státað af aðstöðu til þess að halda slíkar keppnir,“ segir Helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka