Í tilefni af 30 ára afmæli SÁÁ, samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, standa samtökin fyrir ráðstefnu um fíkn 1.-3. október.
Ráðstefnan er sérstaklega ætluð fagaðilum, en allt áhugafólk um áfengis-og vímuefnavandann er velkomið meðan húsrúm leyfir. Fyrsti dagurinn verður helgaður áfengisfíkn, annar örvandi vímuefnafíkn og sá þriðji kannabisfíkn og meðferð fyrir unglinga.
Í tilefni af afmæli SÁÁ ræddi mbl.is við þau Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækni á Vogi, Terence T. Gorski, ráðgjafa, og Valgerði Rúnarsdóttur, lækni á Vogi.