Íslensku blaðamannaverðlaunin 2008

Blaðamannaverðlaunin 2008 voru afhent laugardaginn 21. febrúar. Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson frá Morgunblaðinu fengu verðlaun fyrir bestu umfjöllum ársins en sjálf blaðamannaverðlaun ársins komu í hlut Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. Eftirfarandi umsagnir voru birtar á vef Blaðamannafélags Íslands.

Blaðamannaverðlaun ársins 2008

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, mbl.is, fyrir vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.

Besta umfjöllun ársins 2008

Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi. Þar voru dregnir fram með öflugri samtvinnun texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi.

Rannsóknarblaðamennska ársins 2008

Sigurjón M. Egilsson, Mannlífi og Bylgjunni, fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum. Samhliða stýrði Sigurjón útvarsþætti á Bylgjunni, þar sem íslensk þjóðmál voru í brennidepli.

Tilnefningar blaðamanna hjá Morgunblaðinu og mbl.is

Það besta úr mbl sjónvarpi

Skoða myndskeið

Umfjöllun um virkjanakosti

Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson eru tilnefndir fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi. Þar voru dregnir fram með öflugri samvinnu texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi segir á vef Blaðamannafélagsins.

Lesa greinaflokkinn

Ný staða í norðri

Baldur Arnarson er tilnefndur fyrir greinaflokkinn Ný staða í norðri þar sem farið var yfir þær náttúrufarslegu, efnahagslegu, félagslegu og pólitísku breytingar sem hlýnun andrúmslofts og breytt staða á norðurslóðum hefur í för með sér segir á vef Blaðamannafélagsins.

Lesa greinaflokkinn