Í Atlantshafinu er einnig deilt um landgrunn og taka Íslendingar fullan þátt í þeirri deilu með kröfum um landgrunn á Reykjanesskaga, á svokölluðu Hatton-Rockall svæði og í Síldarsmugunni.
Hagsmunir Íslendinga liggja í siglingaleiðum sem kunna að opnast í Norður-Íshafinu á næstu áratugum, í réttindum sem fylgja aðild landsins að Svalbarðasamningnum og möguleikum í fiskveiðum í úthafinu sem myndast í kjölfar bráðnunar íss í Norður-Íshafinu. Þá eru uppi áætlanir um olíuleit á svokölluðu Drekasvæði við Jan Mayen og eru vonir bundnar við olíu- og gas á Hatton Rockall-svæðinu.