Fuad Saniora, forsætsráðherra Líbanons, við gröf Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra landsins, en morðið á Hariri árið 2005 olli straumhvörfum í líbönskum stjórnmálum. AP |
Emile Lahoud, forseti landsins, hefur tekið undir gagnrýni ráðherranna og lýst því yfir að með afsögnum ráðherranna hafi ríkisstjórnin glatað lögmæti sínu.
Ríkisstjórn Siniora nýtur enn tilskilins meirihluta líbanska þinginu en í stjórnarskrá landsins er kveðið á um það að kristnir menn, súnnítar og sjítar eigi allir fulltrúa í ríkisstjórn landsins. Engir fulltrúar sjíta sitja hins vegar í ríkisstjórninni eftir afsögn ráðherranna.