Spenna í Líbanon
Fuad Saniora, forsætsráðherra Líbanons, við gröf Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra landsins, en morðið á Hariri árið 2005 olli straumhvörfum í líbönskum stjórnmálum. AP

Líbanon verður til
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur
sibb@mbl.is

Ríkisstjórn Líbanons samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember drög að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stofnun dómstóls sem mun fjalla um morðið á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, í febrúar árið 2005. Áður höfðu sex ráðherrar sagt sig úr stjórninni vegna málsins og þeirrar niðurstöðu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna að háttsettir sýrlenskir embættismenn hafi tengst morðinu á Hariri. Þá segja þeir ríkisstjórn Fuad Siniora einungis taka tillit til hagsmuna ákveðinna hópa í landinu.

Emile Lahoud, forseti landsins, hefur tekið undir gagnrýni ráðherranna og lýst því yfir að með afsögnum ráðherranna hafi ríkisstjórnin glatað lögmæti sínu.

Ríkisstjórn Siniora nýtur enn tilskilins meirihluta líbanska þinginu en í stjórnarskrá landsins er kveðið á um það að kristnir menn, súnnítar og sjítar eigi allir fulltrúa í ríkisstjórn landsins. Engir fulltrúar sjíta sitja hins vegar í ríkisstjórninni eftir afsögn ráðherranna.