Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands giftu sig á Bessastöðum í gærkvöldi eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af 60 ára afmæli Ólafs Ragnars. Guðmundur Sophusson sýslumaður gaf brúðhjónin saman. Þau Ólafur Ragnar og Dorrit opinberuðu trúlofun sína í maí árið 2000. Giftingarathöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að viðstöddum dætrum forsetans og nánustu skyldmennum hans en að athöfn lokinni snæddu brúðhjónin og gestirnir kvöldverð. Gunnar G. Vigfússon, ljósmyndari tók myndir af afhöfninni í gærkvöldi, þar á meðal þessa mynd af brúðhjónunum.