Starfshópi á vegum samgöngunefndar Reykjavíkurborgar verður falið að koma með tillögur um úrbætur og stefnumörkun til að auka veg hjólreiða í borginni. Á hópurinn m.a. að hafa að leiðarljósi í starfi sínu hvernig fyrirliggjandi stígakerfi þjóni hjólreiðafólki, hvort þörf sé á að leggja hjólareinar í götustæði og hvernig hægt sé að auka hlut hjólreiða í samgöngum borgarbúa. Á hópurinn að skila áliti fyrir lok ágúst.