Greina má breytingar í setningagerð færeysku í átt frá íslensku til annarra norrænna tungumála að því er fram kemur í samtali við dr. Höskuld Þráinsson, prófessor í íslensku við HÍ og aðalhöfund nýútkominnar ríflega 500 blaðsíðna handbókar um færeysku, „Faroese, An Overview and Reference Grammar“.
„Færeysk setningagerð hefur verið að breytast og þá kannski í átt frá íslensku til annarra norrænna tungumála. Að sumu leyti má því segja að ýmis atriði í máli eldra fólks séu lík íslensku en atriði í máli yngra fólksins hafi tilhneigingu til að líkjast meira dönsku, sænsku og norsku,“ segir Höskuldur í viðtali við Morgunblaðið á morgun, sunnudag.
Þar kemur m.a. fram að Færeyingar hafi leitað álits Jóns Sigurðssonar á því hvernig best væri að haga samræmdri færeyskri stafsetningu.