Hjólreiðamaður sem varð fyrir bíl á Breiðholtsbraut á móts við Stöng um eittleytið slapp með skrámur og minniháttar meiðsl. Hann er grunaður um ölvun. Tildrög slyssins eru óljós og ekki er vitað hvort maðurinn, sem er um fertugt, hjólaði utan í bílinn eða bíllinn ók á hann. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans og tekin úr honum blóðprufa. Lögreglu var tilkynnt um atvikið kl. 13:16.