Búist við að um 50 milljónir horfi á lokaþátt Vina í kvöld

Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey, í miðju, stillti sér upp með leikurunum …
Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey, í miðju, stillti sér upp með leikurunum í VInum þegar þeir mættu í upptöku á þætti hennar á Bel Air hótelinu í Los Angeles 19. april sl. Frá vinstri talið: Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston, Matt LeBlanc og David Schwimmer. Þáttur Ophru WInfrey með Vinunum verður sýndur vestanhafs á morgun, deginum eftir sýningu lokaþáttar Vina. AP

Komið er að endalokum hjá Vinum, hinum fræga og vinsæla bandaríska sjónvarpsþætti. Búist er við að um fimmtíu milljónir manna muni horfa á síðasta þáttinn í kvöld í Bandaríkjunum einum og sér til þess að sjá hvað verði um Vinina, þau Rachel, Ross, Joey, Chandler, Monica og Phoebe.

Aðdáendur þáttanna annars staðar þurfa að bíða til loka mánaðarins eftir Vinamissinum, að því er kemur fram á fréttaveitunni Ananova. Vafalítið finnst mörgum miklu máli skipta hvort Ross og Rachel nái að halda saman, Chandler og Monica eignist barn og hvort hjónabandið afrugli Phoebe.

Mörg atriða í lokaþættinum voru tekin leynilega án áhorfenda í upptökusal og leikendur og aðrir, sem að þáttagerðinni standa, voru látnir sverja þagnareið.

Stjörnurnar David Schwimmer (Ross), Jennifer Aniston (Rachel), Matthew Perry (Chandler), Courteney Cox (Monica), Lisa Kudrow (Phoebe) og Matt LeBlanc (Joey) viðurkenna að tár hafi runnið niður farðaða vanga meðan á tökum stóð.

„Ég held að það hafi verið Lisa Kudrow sem brast fyrst í grát,“ sagði Matt LeBlanc. „Ég leit á Jen og Courteney og þær voru greinilega í uppnámi. Og þegar ég horfði á Schwimmer, sem lætur ekki auðveldlega koma sér úr jafnvægi, var hann greinilega í ójafnvægi ... og þá var mér öllum lokið. Við þurftum síðan öll að fara aftur í förðun.“

Og nú skilur leiðir og hvert þeirra heldur sína leið á vit nýrra ævintýra. LeBlanc mun leika aðalhlutverkið í þáttunum Joey, sem fjalla um Vininn Joey. Aniston hefur sagt að hún og Brad Pitt séu að reyna að eignast barn og Schwimmer hefur hug á að leikstýra.

Þættirnir um Vini hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að fyrsti þátturinn var sendur út 22. september 1994. Þættirnir eru sýndir í um hundrað löndum og tekjur stjarnanna eru í takt við vinsældirnar en fréttir herma að hvert þeirra fái um eina milljóna dollara, um 73 milljónir ísl. kr., fyrir hvern þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes