Hátíðarstemmning í Kaupmannahöfn

Fólk er farið að streyma út á götur Kaupmannahafnar vegna …
Fólk er farið að streyma út á götur Kaupmannahafnar vegna brúðkaups Friðriks og Mary í dag. AP

Danir í hátíðarskapi flykkjast þessa stundina út á götur Kaupmannahafnar, en nokkrar klukkustundir eru nú þar til Friðrik, krónprins Dana, og Mary Donaldson, áströlsk heitkona hans, játast hvort öðru við hátíðlega athöfn í Frúarkirkjunni þar í borg. Brúðkaupsathöfnin hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma, en mjög mikil öryggisgæsla er í borginni vegna hátíðahalda í tengslum við brúðkaupið.

Lögregla býst við að um milljón manns muni safnast saman á leiðinni sem hjónin nýgiftu fara að kirkjuathöfn lokinni, en þá mun hestvagn flytja þau að kastalanum Fredensborg, nýju heimili hjónanna.

Skýjað er í borginni á brúðkaupsdaginn, en danskir þjóðfánar og einstaka ástralskur fáni, prýða flestar götur borgarinnar og næstum hvert hús. Þá getur að líta miklar blómaskreytingar, sem margar hverjar eru hjartalaga, á torgum Kaupmannahafnar og portrettmyndir af brúðarparinu eru í mörgum búðargluggum.

„Til hamingju Friðrik og Mary“ er jafnframt áletrun sem sést á borðum víða um borgina í dag.

Þá hefur verið útbúin sérstök brúðarterta í tilefni dagsins og er hún til sölu á kaffihúsum.

Friðrik, sem er 35 ára og Mary, sem er 32 ára, kynntust á bar í Sydney í Ástralíu, á Ólympíuleikunum árið 2000. Fór samband þeirra leynt fyrst um sinn, en í febrúar 2002 staðfesti danska krúnan að Friðrik væri í tygjum við ástralska konu.

Snemma árs 2003 fluttist Mary, sem er lögfræðingur að mennt, til Danmerkur, og hóf störf hjá dótturfyrirtæki Microsoft þar í landi.

8 október í fyrra, var svo tilkynnt með formlegum hætti um trúlofun parsins.

Ekki ást við fyrstu sýn

„Þetta var ekki ást við fyrstu sýn, en ástin óx smám saman,“ sagði Mary um samband hennar og Friðriks í nýlegu viðtali.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í Danmörku í síðustu viku, eru yfir 80% Dana ánægðir með Mary og telja að hún verði frambærileg krónprinsessa.

Ástralir eru einnig ánægðir með ráðahaginn, en Mary er fyrsti Ástralinn sem giftist inn í evrópska konungsfjölskyldu og gæti orðið fyrsta ástralska konan sem verður drottning í Evrópulandi.

Meðal gesta í brúðkaupinu verða:

Felipe, krónprins Spánar og Letizia Ortiz, unnusta hans.

Naruhito, krónprins Japans.

Chulhaborn, Tælandsprinsessa.

Farah Pahlavi, ekkja Íranskeisara.

Edward Bretaprins og Sophie, eiginkona hans.

Karólína Mónakóprinsessa.

Michael Jefrrey, yfirlandstjóri í Ástralíu.

Richard Butler, fylkisstjóri Tasmaníu.

Bernadette Chirac, forsetafrú Frakklands.

Karl Gústaf Svíakonungar og Silvía drottning.

Sonja Noregsdrottning.

Konstantín, útlægur Grikklandskonungur og Anne-Marie, eiginkona hans, systir Margrétar Danadrottningar.

Laurent Belgíuprins.

Kardam, Búlgaríuprins.

Hertoginn og hertogaynjan af Lúxemborg.

Það er líka fagnað í Ástralíu. Barinn í Sydney, þar …
Það er líka fagnað í Ástralíu. Barinn í Sydney, þar sem Friðrik og Mary kynntust, býður öllum sem bera dönsk vegabréf upp á ókeypis bjór í tilefni dagsins. AP
Josephine Jörgensen, 10 mánaða dönsk stúlka, með kórónu í tilefni …
Josephine Jörgensen, 10 mánaða dönsk stúlka, með kórónu í tilefni dagsins. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes