Jónsi segist ánægður með árangurinn

Jónsi syngur fullum hálsi í Istanbul.
Jónsi syngur fullum hálsi í Istanbul. mbl.is/Sverrir

Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með árangurinn í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en Ísland varð þar í 19. sæti með 16 stig. Hann sagðist einnig hlakka til að koma heim aftur - mest þó til endurfunda með syni sínum. Við tækju stífar æfingar fyrir söngleikinn Fame sem frumsýna á síðar í sumar í Vetrargarðinum í Smáralind, en þar fer hann með eitt aðalhlutverkið.

Á blaðamannafundi sem úkraínska stúlkan Ruslana hélt í nótt eftir að hafa unnið keppnina, sagðist hún hafa þau skilaboð til Evrópu að hún tryði á guð og ástina og vonaði að hún gæti með framlagi sínu haft jákvæð áhrif á ímynd Úkraínu meðal annarra Evrópuþjóða og bætt úr þeim skaða sem m.a. slysið í Tsjernóbýl hafi valdið ímynd landsins í augum útlendinga. Hún sagðist hafa verið að tala í síma við æðstu valdamenn þjóðarinnar og þeir hefðu fullvissað sig um að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að halda keppnina í Kænugarði að ári.

Ruslana sagðist hafa hitt og kynnst keppendum fjölmargra þjóða á síðustu vikum og nefndi Ísland í því sambandi.

Blue Café, fulltrúar Póllands, syngja Love Song.
Blue Café, fulltrúar Póllands, syngja Love Song. AP
Julia Savitsjeva, fulltrúi Rússa, syngur Believe Me.
Julia Savitsjeva, fulltrúi Rússa, syngur Believe Me. AP
Hollenski dúettinn Re-union, flytur lagið Without You.
Hollenski dúettinn Re-union, flytur lagið Without You. AP
Max frá Þýskalandi syngur Can't Wait Until Tonight.
Max frá Þýskalandi syngur Can't Wait Until Tonight. AP
Xandee, fulltrúi Belga í Evróvision, syngur One Life.
Xandee, fulltrúi Belga í Evróvision, syngur One Life. AP
Knuts Anders, fulltrúi Norðmanna, singur High á lokaæfingu fyrir Evróvision.
Knuts Anders, fulltrúi Norðmanna, singur High á lokaæfingu fyrir Evróvision. AP
Spánverjinn Ramon, syngur Para Ilenarme da Ti.
Spánverjinn Ramon, syngur Para Ilenarme da Ti. AP
Tie Break, fulltrúar Austurríkis, syngja Du Bist.
Tie Break, fulltrúar Austurríkis, syngja Du Bist. AP
Ruslana á sviðinu í Istanbúl.
Ruslana á sviðinu í Istanbúl. AP
Framlag Grikkja í Söngvakeppninni. Sakis Rouvas flytur lagið
Framlag Grikkja í Söngvakeppninni. Sakis Rouvas flytur lagið " Shake It " og fær aðstoð við það. AP
Frakkinn Jonatan Cerrada syngur lagið
Frakkinn Jonatan Cerrada syngur lagið "A Chacque Pass" á æfingu í Abdi Ipekci höllinni í Istanbúl í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav