Meryl Streep verðlaunuð fyrir leikferil sinn

Meryl Streep mætir til hátíðarinnar í gærkvöldi, en þar hlaut …
Meryl Streep mætir til hátíðarinnar í gærkvöldi, en þar hlaut hún heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt í leiklist. AP

Leikkonan Meryl Streep hlaut í gærkvöldi viðurkenningu bandarísku kvikmyndastofnunarinnar fyrir leikferil sinn. Hlaut hún mikið lof við athöfnina frá kollegum sínum í leikarastétt og var meðal annars sögð „of fullkomin.“ Leikararnir Jim Carrey, Jack Nicholson, leikstjórinn og handritshöfundurinn Nora Ephron og Shirley MacLaine, voru meðal þeirra sem stigu í pontu og hrósuðu Streep.

Kvöldið í gær hófst með því að Carrey, sem leikur ásamt Streep í nýrri mynd, „Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events,“ hrósaði henni í hástert. Skoðun sinni til staðfestingar söng hann lag Tinu Turner, „Simply the Best“ í gamansamri útgáfu.

„Meryl, þú hefur sérstök áhrif,“ sagði Goldie Hawn, sem var meðleikari Streep í myndinni „Death Becomes Her“ frá árinu 1992.

Streep, sem er 54 ára, hefur tvisvar sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Fyrst árið 1979 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni „Kramer vs. Kramer.“ Þá var hún verðlaunuð fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina „Sophie's Choice“, árið 1982.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup