Eiríkur treður upp með fyrirmynd sinni

Ei­rík­ur Hauks­son þung­arokk­ar­inn fyrr­ver­andi treður upp á aðal­torgi heima­bæj­ar síns í Gressvik í Nor­egi á morg­un, laug­ar­dag. Það væri sos­um ekki í frá­sög­ur fær­andi nema þar stíg­ur hann á stokk með fyr­ir­mynd sinni; Ken Hensley söngv­ara bresku þung­arokksveit­ar­inn­ar Uriah Heep.

Fram kem­ur á heimasíðu Hensley að Ei­rík­ur komi fram með hon­um í Gressvik sem „sér­stak­ur gest­ur“. Hef­ur Ei­rík­ur sungið með mörg­um kunn­um popp­ar­an­um en í huga hans er upp­rtroðslan að þessu sinni nokkuð sér­stök.

„Ég keypti fyrstu hljóm­plöt­una þegar ég var 12 ára gutti og hún var með Uriah Heep. Ken Hensley samdi öll helstu stór­lög þeirra,“ seg­ir Ei­rík­ur í sam­tali sem birt­ist í dag á frétta­vef norska blaðsins Fredriks­stad Blad.

Uriah Heep var upp á sitt besta á átt­unda ára­tugn­um. Ei­rík­ur er sam­mála því að hún hafi fallið í skugg­an af Deep Purple, en báðar léku þung­arokk þar sem Hammond-org­el gegndu mik­il­vægu hlut­verki við að skapa heild­ar­hljóm lag­anna. Marg­ir haldi því fram, seg­ir blaðið, að í Deep Purple hafi verið betri mús­í­kant­ar.

Um það atriði er haft eft­ir Ei­ríki: „Heep var að mínu mati stór­lega van­met­in sveit. Hún sam­einaði trukk og ljóðrænu í tónlist sinni.“

Meðal laga sem þeir Hensley munu flytja eru tvö af vin­sæl­ustu lög­um Uriah Heep, stand­ar­darn­ir „Lady in Black“ og „Easy Li­vin“.

Fyrsta helg­in í júlí verður anna­söm hjá Ei­ríki Hauks­syni. Ann­an föstu­dag hit­ar hann upp fyr­ir breska blús- og rokk­gít­ar­leik­ar­ann Gary Moore á íþrótta­leik­vang­in­um í Fredriksstað og laug­ar­dag og sunnu­dag syng­ur hann á sum­ar­hátíð í Sarps­borg. Seinni tón­leik­ana, 4. júlí, ber upp á 45. af­mæl­is­dag hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir