Jenna Bush vekur óvænta athygli

Jenna Bush rekur út úr sér tunguna framan í ljósmyndara …
Jenna Bush rekur út úr sér tunguna framan í ljósmyndara í St. Louis. AP

Tvíburadætur Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, þær Jenna og Barbara, hafa að undanförnu tekið virkan þátt í kosningabaráttu föður síns fyrir forsetakosningarnar sem haldnar verða í nóvember. Í gær komu systurnar, sem eru 22 ára, ásamt föður sínum til St. Louis. Eftir að systurnar og Bush höfðu stigið út úr forsetaflugvélinni og sest inn í bíl sem beið þeirra sínum sem ræddi við fólk á flugvellinum. Jenna tók þá eftir hópi ljósmyndara og fréttamanna sem stóðu á palli og horfðu á bílinn. Hún rak þá út úr sér tunguna framan í ljósmyndarana og hló.

Eins og vænta mátti urðu talsverð viðbrögð á pallinum þegar ljósmyndarar kepptust við að taka myndir en Jenna skemmti sér greinilega vel.

Í síðustu viku sagði Laura Bush, móðir þeirra Jennu og Barböru, í sjónvarpsviðtali, að hún væri afar ánægð með þá ákvörðun dætra sinna að taka þátt í kosningabaráttunni ásamt George og að hún hefði sagt þeim „að standa beinar og láta hárið ekki fara í augun."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir