Alberto Zaccheroni hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Inter Milano. Zaccheroni, sem leiddi AC Milan til sigurs í ítölsku deildinni 1999, tók við af Hector Cuper í október síðasliðnum. Talið er líklegt að Roberto Mancini taki við stöðunni en Zaccheroni var tíundi þjálfarinn hjá félaginu síðan Massimo Moratti varð forseti félagsins árið 1995.