Garðstyttum hnuplað úr görðum Selfyssinga

ef ein­hver á Sel­fossi sakn­ar 30 senti­metra garðstyttu af strák með hjól­bör­ur eða um 40 senti­metra hárr­ar styttu af lít­illi stúlku í pilsi, er sá hinn sami vin­sam­leg­ast beðinn um að hafa sam­band við lög­regl­una á Sel­fossi.

Stytt­urn­ar eru meðal þess sem fannst á heim­ili ung­lings­pilts í bæn­um en hann hef­ur viður­kennt að hafa hnuplað þeim úr görðum bæj­ar­búa. Málið telst að mestu upp­lýst, þó lík­ur séu á að fleiri séu viðriðnir málið enda sum­ar stytt­urn­ar býsna þung­ar.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi bár­ust til­kynn­ing­ar um stuld á fjór­um garðstytt­um hinn 29. nóv­em­ber og leiddi rann­sókn til þess að stytt­urn­ar fund­ust á heim­ili pilts­ins í síðustu viku. Reynd­ar voru stytt­urn­ar sjö tals­ins en eig­end­ur fimm þeirra hafa náð í þær á lög­reglu­stöðinni. Eft­ir eru tvær stytt­ur sem eng­inn hef­ur vitjað. Stytt­urn­ar sjö eru af ýms­um toga, ein er t.d. af ljóni en önn­ur af hundi. Hunda­stytt­an var þyngst, eða um 25-30 kíló að mati lög­regl­unn­ar.

Pilt­ur­inn mun hafa gefið þær skýr­ing­ar á hegðun sinni að um hrekkja­bragð hafi verið að ræða og hann mun hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is í ein­hverj­um til­vik­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert