Vefsvæði lokar fyrir aðgang lögreglu að myndum

Lokað hefur verið á aðgang netþjóna dómsmálaráðuneytisins að vefsíðunni Djammari.is og geta starfsmenn stofnana ráðuneytisins ekki skoðað síðuna. Styrmir Barkarson. einn aðstandenda vefsíðunnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að lögreglan í Keflavík hafi notað síðuna til að skoða hvort fólk undir aldri væri að skemmta sér á skemmtistöðum í Keflavík og því hefði verið ákveðið að loka fyrir aðgang allra netþjóna ráðuneytisins.

Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að lögreglunni hefði borist vísbendingar um að á vefsíðunni væru myndir af krökkum undir aldri á skemmtistöðum í Keflavík. Lögreglan hefði notað myndir af síðunni sem rannsóknargögn og kallað í krakka til yfirheyrslu vegna mynda af síðunni. Væru kærur í undirbúningi vegna þessara mála.

Víkurfréttir á Netinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert