Hjólreiðamaður var fluttur á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahús eftir að hann varð fyrir bíl á Brunngötu á mótum Mýrargötu. Tveir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að annar bílanna kastaðist upp á gangstétt og á hjólreiðamanninn. Slysið varð laust fyrir klukkan níu í morgun. Að sögn læknis á slysadeild virðist maðurinn ekki alvarlega slasaður en meiðsl hans hafa þó ekki verið rannsökuð.