ÍSÍ og IOC hvetja landsmenn til að hjóla í vinnuna

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hvetja Íslendinga til að hjóla í vinnuna í næstu viku eða dagana 18.-22. ágúst. Er það liður í heilsueflingarverkefninu „Ísland á iði", sem ÍSÍ hefur staðið fyrir á árinu.

Megin markmið átaksins „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Jafnframt er efnt til keppni milli fyrirtækja í leiðinni, þar sem er starfsfólk er hvatt til að hvíla bílinn en hjóla þess í stað til og frá vinnu. 

Keppnin er þrískipt, í fyrsta lagi snýst hún um fjölda hjólaðra daga, í öðru lagi um heildarfjölda kílómetra og í þriðja lagi hvaða fyrirtæki myndi glæsilegustu liðin, eins og þar segir. Keppt verður í þremur flokkum, eða fyrirtækja með 10 starfsmenn eða færri, fyrirtæki 11-30 starfsmanna og fyrirtæki 31 eða fleiri stafsmanna.

Hvert lið má tefla fram allt að 10 mönnum. Hjóli fleiri á sama vinnustað getur hann stofnað lið númer tvö, þrjú o.s.frv. undir kennitölu fyrirtækisins, t.d. eftir deildum þess eða starfsstöðvum.

Í hverju liði er liðsstjóri sem sér um að skrá lið sitt til þátttöku og hann heldur einnig utan um daglega skráningu á Netinu, en nánari upplýsingar um keppnina og skráning þátttöku eru á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

   Heimasíða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka