Punxsutawney Phil spáir löngum vetri

Bill Deeley með Phil í Punxsutawney í morgun.
Bill Deeley með Phil í Punxsutawney í morgun. AP

Múrmeldýrið Phil í bandaríska bænum Punxsutawney spáði því í morgun að sex vikur að minnsta kosti væru enn eftir að vetrinum en í dag er svonefndur múrmeldýradagur í bænum. Þjóðtrúin segir, að ef múrmeldýr í hýði sínu sjái skugga sinn 2. febrúar muni veturinn dragast á langinn. Múrmeldýradagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í 117 ár í Punxsutawney og í 93 skipti hefur dýrið séð skuggann.

Bill Deeley, útfararstjóri staðarins, klæddur í kjólföt og pípuhatt, dró Phil undan trjárót og lýsti spádómi múrmeldýrsins. Siður þessi er rakinn til þýskra innflytjenda á 19. öld en kaupsýslumenn nútímans hafa gert sér mat úr frægð múrmeldýrsins. Ávallt er mikið um dýrðir í Punxsutawney þennan dag og mikill mannfjöldi kemur ávallt til bæjarins, þar sem um 6700 manns búa. Í fyrra komu um 40 þúsund gestir á hátíðina og sungu og dönsuðu af list en í ár voru gestirnir mun færri enda virkur dagur. Þar ætla þó sjö brúðhjón að gifta sig í tilefni dagsins.

„Það skiptir okkur engu þótt hann sjái skuggann sinn," sagði Bill Cooper, formaður múrmeldýraklúbbs Punxsutawney. „Í dag höldum við hátíð."

Orðstír múrmeldýrsins Phils óx mjög þegar kvikmyndin Múrmeldýradagurinn var gerð árið 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan