Ók á hjólreiðamann og stakk af

Ekið var á hjólreiðamann við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Að sögn lögreglu ók ökumaður af vettvangi án þess að stoppa og er hans nú leitað, en talið er að hann hafi ekið rauðri Opel Astra bifreið. Hjólreiðamaðurinn slasaðist ekki alvarlega. Þá var mjög harður árekstur tveggja bíla á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar upp úr klukkan sjö í kvöld, en á þessari stundu er ekki vitað hvort fólk hafi slasast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert