Eftir átta mánuði í kvennafangelsi í Kentucky í Bandaríkjunum upplýsti fangi að hann væri 43 ára gamall karlmaður. Hann ákvað að segja sannleikann þar sem læknisskoðun vofði yfir.
Billie Jo Hawks var hnepptur í fangelsi fyrir átta mánuðum fyrir að nota og selja eiturlyf. Fram kemur í blaðinu Courier-Journal, að Hawks var af óskiljanlegum ástæðum settur í gæsluvarðhald í kvennadeild fangelsis og þaðan í annað kvennafangelsi eftir dóm. Samkvæmt reglum eiga fangar að fara í læknisskoðun við komu í fangelsi en það virðist hafa farist fyrir.
Hawks virðist hafa unað hag sínum vel í kvennafangelsinu og dregið því í lengstu lög að láta vita af mistökunum.