Hafið fékk átta Edduverðlaun

Baltasar Kormákur tekur við Eddunni fyrir bestu kvikmynd ársins. Alls …
Baltasar Kormákur tekur við Eddunni fyrir bestu kvikmynd ársins. Alls fékk Hafið átta Edduverðlaun. mbl.is/Jim Smart

Kvik­mynd­in Hafið hreppti átta Eddu­verðlaun á upp­skeru­hátíð Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar í kvöld og vann í öll­um þeim flokk­um sem tengd­ust leikn­um kvik­mynd­um nema ein­um. Hafið var m.a. val­in besta mynd­in og fram­lag Íslend­inga til Óskar­sverðlauna, Baltas­ar Kor­mák­ur var val­inn besti leik­stjór­inn, Elva Ósk Ólafs­dótt­ir var val­in besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki, Gunn­ar Eyj­ólfs­son besti karlleik­ar­inn í aðal­hlut­verki, Her­dís Þor­valds­dótt­ir var val­in besta leik­kon­an í auka­hlut­verki og Sig­urður Skúla­son besti karlleik­ar­inn í auka­hlut­verki.

Dor­rit Moussai­eff og Arn­ar Jóns­son af­hentu verðlaun fyr­ir kvik­mynd árs­ins. Baltas­ar Kor­mák­ur sagði, þegar hann tók við verðlaun­un­um að hann til­einkaði verðlaun­in Þjóðleik­hús­inu því án leik­húss­ins væri kvik­mynda­gerðin fá­tæk­ari. Hann sagðist hafa haft af því ómælda ánægju að sjá hvern stór­leik­ar­ann á fæt­ur öðrum, sem starfað hefðu í leik­hús­inu, taka við Eddu­verðlaun­um.

Gunn­ar Eyj­ólfs­son var stadd­ur í Bled í Slóven­íu með ís­lenska skák­landsliðinu og tók við verðlaun­un­um gegn­um farsíma Baltas­ars Kor­máks.

Ára­móta­s­kaup Sjón­varps­ins var valið besta leikna sjón­varps­verkið, Í skóm drek­ans var val­in besta heim­ild­ar­mynd­in, Af fingr­um fram var val­inn besti sjón­varpsþátt­ur­inn, Sverr­ir Sverris­son var val­inn besti sjón­varps­maður­inn í kosn­ing­um á mbl.is, Árni Snæv­arr besti sjón­varps­fréttamaður­inn. Þá af­henti Tóm­as Ingi Olrich mennta­málaráðherra Magnúsi Magnús­syni sjón­varps­manni heiður­sverðlaun Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar.

Á átt­unda hundrað manns hafði at­kvæðis­rétt í ÍKSA og vógu 70% í kosn­ing­unni en kjör al­menn­ings á mbl.is vó 30%.

Verðlauna­haf­arn­ir voru eft­ir­tald­ir:

  • Bíó­mynd árs­ins
    Hafið
    Leik­stjóri: Baltas­ar Kor­mák­ur.
    Hand­rit: Baltas­ar Kor­mák­ur og Ólaf­ur Hauk­ur Sím­on­ar­son. Fram­leiðandi: Sögn ehf./​Blu­eeyes Producti­ons.
  • Leik­stjóri árs­ins
    Baltas­ar Kor­mák­ur fyr­ir Hafið.
  • Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki
    Elva Ósk Ólafs­dótt­ir í Haf­inu.
  • Karlleik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki
    Gunn­ar Eyj­ólfs­son í Haf­inu.
  • Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki
    Her­dís Þor­valds­dótt­ir í Haf­inu.
  • Karlleik­ari árs­ins í auka­hlut­verki
    Sig­urður Skúla­son í Haf­inu og Gem­s­um.
  • Hand­rit árs­ins
    Baltas­ar Kor­mák­ur og Ólaf­ur Hauk­ur Sím­on­ar­son fyr­ir Hafið
  • Sjón­varpsþátt­ur árs­ins
    Af fingr­um fram
    Um­sjón: Jón Ólafs­son. Dag­skrár­gerð: Jón Eg­ill Bergþórs­son og Jón Ólafs­son. Fram­leiðandi: Sjón­varpið.
  • Útlit mynd­ar
    Gunn­ar Karls­son fyr­ir list­ræna stjórn­un á Litlu lirf­unni ljótu.
  • Fag­verðlaun árs­ins - hljóð og mynd
    Val­dís Óskars­dótt­ir fyr­ir klipp­ingu á Haf­inu.
  • Leikið sjón­varps­verk árs­ins
    Ára­móta­s­kaup RÚV 2001
    Fram­leiðandi: Sjón­varpið. Hand­rit: Hall­grím­ur Helga­son, Hjálm­ar Hjálm­ars­son og Óskar Jónas­son.Leik­stjóri: Óskar Jónas­son.
  • Heim­ild­ar­mynd árs­ins
    Í skóm drek­ans
    Stjórn­andi: Árni og Hrönn Sveins­börn. Hand­rit: Árni og Hrönn Sveins­börn. Fram­leiðandi: Tutt­ugu geit­ur, Böðvar Bjarki Pét­urs­son.
  • Stutt­mynd árs­ins
    Litla lirf­an ljóta
    Leik­stjóri: Gunn­ar Karls­son. Hand­rit: Friðrik Erl­ings­son. Fram­leiðandi: CAOZ hf.
  • Tón­list­ar­mynd­band árs­ins
    Á nýj­um stað (Sál­in hans Jóns míns)
    Leik­stjór­ar: Samú­el Bjarki Pét­urs­son og Gunn­ar Páll Ólafs­son. Fram­leiðandi: Hug­sjón kvik­mynda­gerð.
  • Fréttamaður árs­ins
    Árni Snæv­arr Stöð 2.
  • Sjón­varps­maður árs­ins
    Sverr­ir Sverris­son á Popp Tíví
  • Heiður­sverðlaun ÍKSA
    Magnús Magnús­son
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
Gunn­ar Eyj­ólfs­son í Haf­inu.
Elva Ósk Óskarsdóttir í Hafinu.
Elva Ósk Óskars­dótt­ir í Haf­inu.
Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
Her­dís Þor­valds­dótt­ir í Haf­inu.
Sigurður Skúlason í Hafinu.
Sig­urður Skúla­son í Haf­inu.
Þátturinn Af fingrum fram, sem Jón Ólafsson stjórnar, var valinn …
Þátt­ur­inn Af fingr­um fram, sem Jón Ólafs­son stjórn­ar, var val­inn sjón­varpsþátt­ur árs­ins.
Sverrir Sverrisson á Popp Tíví, sem m.a. gekk hringinn í …
Sverr­ir Sverris­son á Popp Tíví, sem m.a. gekk hring­inn í kring­um landið í sum­ar, var val­inn sjón­varps­maður árs­ins.
Elva Ósk Ólafsdóttir með Edduna sem hún hlaut fyrir leik …
Elva Ósk Ólafs­dótt­ir með Edd­una sem hún hlaut fyr­ir leik sinn í Haf­inu. mbl.is/​Jim Smart
Magnús Magnússon fékk heiðursverðlaun ÍKSA.
Magnús Magnús­son fékk heiður­sverðlaun ÍKSA. mbl.is/​Jim Smart
Herdís Þorvaldsdóttir fékk Eddu fyrir bestan leik í aukahlutverki.
Her­dís Þor­valds­dótt­ir fékk Eddu fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki. mbl.is/​Jim Smart
Systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn taka við Eddunni fyrir bestu …
Systkin­in Árni og Hrönn Sveins­börn taka við Edd­unni fyr­ir bestu heim­ild­ar­mynd­ina. mbl.is/​Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir