Vestrænir óhollir siðir

Indverskir fræðimenn hafa rannsakað hvernig heppilegast sé fyrir karlmenn að bera sig að þegar þeir þurfa að kasta af sér vatni.

Ambar Chakravorty, taugasérfræðingur hjá Vivekananda-stofnuninni í Kalkútta hefur sent frá sér vísindaritgerð þar sem hann segir að sá háttur Indverka að sitja á hækjum sér í rennusteininum þegar þeir kasta af sér vatni sé mun heilbrigðari en sá siður vestrænna manna að standa við þvagskálar.

Segir í ritgerðinni að þegar menn kasti af sér vatni hafi blóðið tilhneigingu til að renna niður í líkamann og því eigi þeir sem sitji á hækjum sínum síður á hættu blóðskort í heilanum.

„Margir karlmenn hafa kvartað yfir svima og að þeim sortni fyrir augum þegar þeir kasta af sér vatni standandi Það er vegna þess að blóð rennur ekki til heilans. Þeir ættu að reyna að kasta af sér vatni sitjandi á hækjum sér," segir í ritgerðinni sem var lögð fram á taugasérfræðingaþingi í borginni Patna um helgina.

Til stuðnings kenningu sinni segir Chakravorty að slíkur svimi og hugsanlega yfirlið þekkist ekki meðal kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan