Rúman sólarhring í biðröð eftir miða á Hringadróttinssögu

Það er ljóst að J.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu, á sér …
Það er ljóst að J.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu, á sér dygga aðdáendur hér á landi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Um fimmtíu manns bíða í röð fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu í Reykjavík eftir því að kaupa miða á forsýningu kvikmyndar eftir annarri bókinni um Hringadróttinssögu, Lord of the Rings: the Two Towers. Sumir hafa beðið frá því klukkan ellefu í gærmorgun en miðasalan hefst ekki fyrr en klukkan fimm í dag.

Sýningin verður svo fimmtudaginn 12. des kl. 20:00 í Laugarásbíói og er þetta fyrsta sýning fyrir almenning á myndinni. Miðaverðið er 2.500 krónur og má hver og einn ekki kaupa fleiri en þrjá miða. Innifalið í miðaverði er popp, kók og pítsusneiðar á undan myndinni. Sýningin sjálf er texta- og hlélaus.

Selt er í númeruð sæti og velja menn sér sæti um leið og þeir kaupa miða. Væntanlegir miðakaupendur höfðu það á orði við ljósmyndara Morgunblaðsins að þeir hefðu orðið að mæta svona snemma fyrir utan Nexus til að geta tryggt sér besta sætið í kvikmyndahúsinu. Fólk hefur ofan af sér með ýmsu móti á meðan á biðinni stendur. Sumir undu sér við lestur dagblaða og bóka, aðrir spiluðu á spil og enn aðrir horfðu á kvikmyndir í fartölvum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan