Áhorfendur bresku tónlistarstöðvarinnar VH1 hafa valið lagið Dancing Queen með sænsku hljómsveitinni ABBA besta danslag allra tíma. Lag áströlsku söngkonunnar Kylie Minogue, Get You Out Of My Head, var í öðru sæti og diskólagið I Will Survive með Gloriu Gaynor var í 3. sæti.
Dancing Queen kom út árið 1976 en kveikir enn dansáhuga í fólki sem það heyrir. Benny Andersson, einn úr ABBA-flokknum, segir það vera næstum óraunverulegt að tónlist hljómsveitarinnar skuli enn njóta jafn mikilla vinsælda og raun beri vitni.
Öll lögin á listanum verða sýnd á VH1 21. desember en í efstu sætunum eru: