Hin sögufræga sveit The Yardbirds kemur hingað til hljómleikahalds 20. mars næstkomandi og mun leika í Broadway. Hljómsveitin, sem var upprunalega stofnuð árið 1963, var endurreist árið 1992 og hefur verið virk síðan. Gildi sveitarinnar fyrir rokksöguna liggur ekki síst í því að með henni störfuðu þrjár gítarhetjur, þeir Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page. Þar fyrir utan var sveitin í fararbroddi bresku blúsbylgjunnar ásamt sveitum eins og Rolling Stones og gaf út vinsæla smelli eins og "For Your Love" og "Heart Full of Soul". Sveitina skipa nú Gypie Mayo, John Idan, Alan Glen og upprunalegu meðlimirnir Chris Dreja og Jim McCarty.