Valentínusardagurinn, dagur elskenda, er í dag, og víða um heim gerir fólk sér ýmislegt til gamans í tilefni dagsins. Það færist stöðugt í vöxt að pör láti pússa sig saman á þessum degi og velji þá oft óvenjulegar aðferðir. Þau Kurt Lynn og Miyuki Lynn, frá Japan, létu m.a. pússa sig saman neðansjávar í morgun í Taílandi. Þau klæddu sig í froskbúninga og syntu niður á hafsbotn á um 15 metra dýpi. Þar skrifuðu þau undir giftingarheitið á vatnsheldan pappír og reyndu að segja „já" en það mun hafa skilist illa vegna loftbólnanna.