Þjófurinn skildi fingurinn eftir

Listaverkaþjófur, sem braust inn í listasafn í Auckland á Nýja-Sjálandi og hafði á brott með sér tvö málverk, skildi eftir hluta af sjálfum sér.

Þjófurinn braut þykkar steindar glerrúður í glugga listasafnsins og við það vaknaði fólk í nærliggjandi húsum. Hann braut síðan glerskáp sem annað málverkið var í og í látunum skarst hluti af fingri þjófsins af.

Þegar að var komið sást til þjófsins á flótta á litlum bíl. Lögreglan tók fingurbútinn í sína vörslu og vonast til að DNA-rannsókn leiði í ljós hver eigandinn er með því að bera fingurinn saman við lífsýni í gagnabanka lögreglunnar.

Þetta er í annað skipti sem brotist er inn í listasafnið á 10 dögum og hefur þremur málverkum verið stolið. Þar á meðal er vatnslitamynd eftir nýsjálenska málarann Frances Hodgkins. Myndin nefnist Landslag í októbeer, var máluð um 1930 og metin á um 3 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka