Eignarhaldsfélag sem er meðal annars í eigu Sigurðar Hlöðverssonar og Valgeirs Magnússonar hefur yfirtekið nafn, vefsvæði og fyrirhugaðar uppákomur Dreamworld á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá nýju eigendunum að samningaviðræður séu í gangi við nokkur af stærri nöfnum poppheimsins um að heimsækja Ísland og halda hér tónleika, þar á meðal bandaríska rapparann Eminem.
Philippe Baltz Nielsen stofnandi Dreamworld hefur verið ráðinn sem starfsmaður hins nýja fyrirtækis. Næsta stóra uppákoma á vegum fyrirtækisins eru tónleikar á Broadway með Dj Sammy ásamt Ministry of Sound en einnig er von á nokkrum kunnum plötusnúðum sem munu spila á Gauknum og Astró.