Reynt að fá Eminem um að halda hljómleika hér

Rapparinn Eminem nýtur mikilla vinsælda.
Rapparinn Eminem nýtur mikilla vinsælda. AP

Eign­ar­halds­fé­lag sem er meðal ann­ars í eigu Sig­urðar Hlöðvers­son­ar og Val­geirs Magnús­son­ar hef­ur yf­ir­tekið nafn, vefsvæði og fyr­ir­hugaðar uppá­kom­ur Dreamworld á Íslandi. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá nýju eig­end­un­um að samn­ingaviðræður séu í gangi við nokk­ur af stærri nöfn­um popp­heims­ins um að heim­sækja Ísland og halda hér tón­leika, þar á meðal banda­ríska rapp­ar­ann Em­inem.

Phil­ippe Baltz Niel­sen stofn­andi Dreamworld hef­ur verið ráðinn sem starfsmaður hins nýja fyr­ir­tæk­is. Næsta stóra uppá­koma á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins eru tón­leik­ar á Broadway með Dj Sam­my ásamt Min­is­try of Sound en einnig er von á nokkr­um kunn­um plötu­snúðum sem munu spila á Gaukn­um og Astró.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir