Morgunblaðsgrein veldur skurki: Hart barist um Nirvana

Nirvana.
Nirvana.

Rokksveit­in Nir­v­ana vek­ur sterk­ar til­finn­ing­ar með aðdá­end­um sín­um þótt nokkuð sé liðið síðan hún leyst­ist upp í kjöl­far þess að leiðtogi henn­ar, Curt Kobain, fyr­ir­fór sér. Það sýna viðbrögð við grein, sem birt­ist á sunnu­dag á list­asíðum Morg­un­blaðsins um Nir­v­ana í greina­flokki sem kall­ast "Af list­um". Þar legg­ur höf­und­ur­inn, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, út frá því að sveit­in standi ekki und­ir lof­inu sem á hana hef­ur verið ausið í gegn­um tíðina, en jafn­an er hún tal­in ein áhrifa­mesta rokksveit sög­unn­ar.

Grein­in hef­ur dregið nokk­urn dilk á eft­ir sér og hrundið af stað umræðu hjá tón­listaráhuga­mönn­um enda seg­ir staf­rétt í grein­inni: "Nir­v­ana er of­metn­asta rokksveit sög­unn­ar og laga­smiður henn­ar, Kurt Cobain, er of­metn­asti laga­smiður sem dæg­ur­menn­ing­in hef­ur getið af sér."

Sýni­leg­ust er umræðan á hinum fjöl­sótta vef www.hugi.is. Skoðana­skipt­in vegna um­ræddr­ar grein­ar eru vistuð und­ir sama nafni og upp­runa­lega grein­ar­heitið, "Nir­v­ana skipt­ir ekki máli" og er nú í þriðja sæti sem "Heit umræða" á síðunni.

Póst­ar eða álit sem hafa verið send inn eru kom­in yfir hundrað og sitt sýn­ist hverj­um. Flest­ir taka þó af­stöðu gegn grein­inni, og draga marg­ir ekk­ert und­an og eru með stór­yrt­ar yf­ir­lýs­ing­ar. Sum­ir nálg­ast efnið þó með mýkri leiðum, og skrifa sett­leg­ar grein­ar og lengri. En aðrir bakka þá grein­ar­höf­und upp og taka und­ir það að Nir­v­ana sé of­met­in sveit. Þessi há­væra umræða sýn­ir öðrum frem­ur að rokk­tónlist er ekki bara hávaði held­ur mörg­um hverj­um hjart­ans mál og fúl­asta al­vara ef út í það er farið.

Hér á eft­ir má sjá sýn­is­horn af umræðunni á huga.is, sem og álit tveggja af virt­ustu rokk­spek­úlönt­um lands­ins á Nir­v­ana og skrif­um Arn­ars Eggerts.

Á MÓTI

*"Með þess­ari grein var botn­in­um náð í ís­lenskri tón­list­ar­blaðamennsku. Ég skil ekki hvað vak­ir fyr­ir Arn­ari."

*"Ég verð nú að segja það að Arn­ar Eggert Thorodd­sen hef­ur greini­lega ekki mikið vit á Nir­v­ana eða tónlist al­mennt."

*"Maður get­ur nú ekki sagt að Cobain sé lé­leg­ur laga­smiður ... Cobain var snill­ing­ur í að búa til lög úr fjór­um grip­um. Stund­um tveim­ur..."

*"Neverm­ind er ein mesta breakt­hrough plata ever, og því verður ekki neitað. Að halda öðru fram er ein­fald­lega fá­fræði og asna­skap­ur!"

*"Hvernig get­ur fólk sagt að tónlist sé of­met­in? ... Það er eins og að segja "pizz­ur eru of­metn­ar"."

MEÐ

*"Arn­ar er jafn "right on" hér og þegar hann fjallaði um "Svona er sum­arið"-ruslið sem kom út í fyrra."

*"Þessi grein er ótrú­lega góð, vel skrifuð og rétt. Nir­v­ana eru of­metn­ir."

* "Þeir eru nú ekki besta rokksveit allra tíma, né sú versta ... Hins veg­ar finnst mér rétt að Nir­v­ana séu frek­ar of­metn­ir ... góð grein, og gott að vekja at­hygli á þessu..."

*"Nir­v­ana er ekki popp en þeir voru nú samt pop-ular en því miður voru þeir ekk­ert í því að þróa tónlist bet­ur en hún er í dag, þess­vegna eru Nir­v­ana svo MIKLU of­metn­ari en Bítl­arn­ir."

* "Nir­v­ana eru nú oft dýrkaðir full mikið eins sjá má of­an­greind­um svör­um."

Hugi.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir