Spjótið brotnaði í fluginu

*SIGRÚN Fjeldsted spjótkastari ákvað að taka spjót sitt með til Möltu. Það brotnaði í fluginu þannig og verður hún að nota þau spjót sem mótshaldarar bjóða upp á.

*HAFSTEINN Ægir Geirsson er í fimmta sæti eftir fjórar ferðir í keppni á Laser-bátum og Níels Daníelsson er tólfti og síðastur keppenda. Hafsteinn byrjaði vel og var efstur eftir fyrsta daginn en síðan hefur hallað undan fæti.

*BIRGIR Sigurðsson, Pétur Orri Tryggvason og Kristján Örn Arnarson eru í þremur neðstu sætunum af 15 keppendum á Optimist-bátum.

*ÞAÐ eru átta þjóðir sem taka þátt á Smáþjóðaleikum. Á Kýpur búa flestir af þessum þjóðum eða um 763 þúsund íbúar, Lúxemborg kemur þar næst í röðinni með 438 þúsund, Malta 382 þúsund, Ísland 277 þúsund, Andorra 67 þúsund, Lichtenstein 32.214, Mónakó 31.703 en San Marínó er fámennast með tæplega 27 þúsund íbúa en San Marínó er þriðja fámennasta land veraldar.

*REACHING Higher er lag Smáþjóðaleikanna og er það flutt af söngkonunni Ira Losco en lagið er samið af Philip Vella, en Gerard James Borg sá um textagerð. Lagið er leikið í gríð og erg á öllum keppnistöðunum og er ekki laust við það að margir séu komnir með leið á Iru og Reaching Higher, nú þegar.

*KEPPENDUR í borðtennis á Smáþjóðaleikunum búa allir á eyjunni Gozo sem er nyrst eyjanna þriggja. Þangað er talsverður spotti að fara frá þeim stöðum sem aðrir keppendur eru, en borðtennisfólkið lætur vel að sér, aðstaðan er góð og fólkið vinalegt.

*ÍSLENSKU keppendurnir í tennis luku leik í gær. Raj Bonifacius landsliðsþjálfari stóð sig mjög vel í dag, sérstaklega í fyrra settinu á móti Scheidweiler frá Lúxemborg en kappinn sá er í kringum 200. sætið á heimslistanum. Raj lét það ekkert á sig fá í upphafi leiks, lék af öryggi, var 6-5 yfir en sá lúxemborgíski jafnaði og hafði síðan betur, 7-3, í upphækkuninni. Hann vann síðan næsta sett örugglega 6-0.

*ARNAR Sigurðsson tapaði 6-2 og 6-1 fyrir öðrum leikmanni frá Lúxemborg, Muller að nafni, og átti í raun aldrei möguleika gegn honum enda gríðarlega sterkur.

*Í KVENNAFLOKKI voru menn að vona að Íslandsmeistarinn Sigurlaug Sigurðardóttir kæmist á pall en hún tapaði fyrir stelpu frá Möltu, í tveimur settum.

*RAJ og Arnar töpuðu í tvíliðaleikfyrir Mónakóbúum, 2:1, og eru þar með úr leik eins og systurnar Rebekka og Rakel Pétursdætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup