Dickinson langar aftur til Íslands

Bruce Dickinson í faðmi aðdáenda á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.
Bruce Dickinson í faðmi aðdáenda á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Teitur Jónasson

Bruce Dickin­son, söngv­ari bresku þung­arokks­sveit­ar­inn­ar Iron Mai­den, seg­ir að hljóm­sveit­in hafi mik­inn áhuga á að halda tón­leika á Íslandi en landið er í miklu upp­á­haldi hjá hon­um. Dickin­son er einnig flugmaður og flaug vél Ice­land Express til Kaup­manna­hafn­ar í gær en Iron Mai­den var aðal­núm­erið á Hró­arskeldu­hátíðinni í gær­kvöldi.

„Við héld­um tón­leika á Íslandi fyr­ir um 10 árum (1992) og ég hef verið að segja við strák­ana æ síðan að við þyrft­um að snúa aft­ur þangað. Ég veit líka um prýðilegt flug­fé­lag sem myndi án efa flytja búnaðinn okk­ar til Íslands gegn vægu gjaldi," seg­ir hann og hlær.

Ný plata í sept­em­ber
Dickin­son hef­ur dval­ist tals­vert á Íslandi vegna vinnu sinn­ar fyr­ir Ice­land Express að und­an­förnu, skoðað landið og seg­ir það sí­fellt vinna á. „Ég kann af­bragðsvel við mig á Íslandi og það yrði frá­bært að halda þar tón­leika á ný."

Það var eng­in til­vilj­un að Dickin­son flaug vél Ice­land Express til Kaup­manna­hafn­ar í gær en Iron Mai­den var aðal­núm­erið á Hró­arskeldu­hátíðinni í gær­kvöld. „Þar sem ég átti ekki fyr­ir miðanum lá beint við að gera þetta með þess­um hætti," seg­ir hann kím­inn.

Dickin­son sagði tón­leik­ana leggj­ast vel í sig enda hefði Iron Mai­den aldrei verið í betra formi frá því að sveit­in var stofnuð á of­an­verðum átt­unda ára­tugn­um. „Við erum betri, þroskaðri og þétt­ari en nokkru sinni fyrr, eins og fólk mun heyra þegar nýja plat­an kem­ur út í sept­em­ber."

Ólaf­ur Hauks­son hjá IE í Kaup­manna­höfn seg­ir frá­bært að hafa hinn nafn­kunna söngv­ara í sínu liði. „Dickin­son er af­skap­lega geðþekk­ur maður og fé­lag­ar hans í flug­inu segja að hann sé mesti orku­bolti sem þeir hafa fyr­ir hitt, hann stoppi hrein­lega ekki. Það er líka eins gott þegar menn standa í ströngu á tvenn­um víg­stöðvum eða fleiri. Hann var t.d. með tón­leika í Par­ís í fyrra­kvöld og svo aft­ur á Hró­arskeldu núna en kom þessu flugi að á milli."

Aðdá­end­ur hittu átrúnaðargoðið
Ólaf­ur seg­ir IE hafa vitað strax þegar samið var við Astra­eus að Dickin­son myndi fljúga fyr­ir fé­lagið. „Við frétt­um það hins veg­ar of seint þegar hann byrjaði að fljúga fyr­ir okk­ur þannig að þeirri törn var lokið áður en við gát­um gert fjöl­miðlum viðvart. Ein­hverj­ir farþegar voru hins­veg­ar bún­ir að átta sig á þessu áður. Best er sag­an af því þegar hann skaust aft­ur í til að pissa og nokkr­ir ung­ir menn störðu á hann og spurðu: „Er þetta ekki Bruce Dickin­son úr Iron Mai­den?!?""

Nokkr­ir aðdá­end­ur Iron Mai­den voru um borð í vél­inni í gær og fengu þeir að hitta átrúnaðargoðið að flugi loknu. Gaf Dickin­son sér tíma til að spjalla við þá, stilla sér upp fyr­ir mynda­töku og gefa eig­in­hand­arárit­an­ir. Einn aðdá­end­anna, Emil Húni Bjarna­son, seg­ir það hafa verið frá­bæra upp­lif­un að fljúga með Dickin­son.

„Það fór fiðring­ur um mann þegar hann ávarpaði farþega í hátal­ara­kerf­inu. Ég beið eft­ir að hann til­kynnti að þetta væri flug núm­er 666."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka