Rétta formúlan fyrir góðum grillborgara

Nú er mikill grilltími og víst er, að grillilmurinn mun liggja í loftinu um þessa helgi. Einn réttur mistekst þó oftar en aðrir, það er hamborgarinn. Hjá bresku matvælakeðjunni Iceland hafa menn reiknað út, að hamborgarar fyrir nokkuð á þriðja milljarð íslenskra króna fari forgörðum árlega af þessum sökum og því var ákveðið að gera nú eitthvað í málinu.

Ákveðið var að leita til færustu sérfræðinga en öllum að óvörum var ekki borið niður hjá grillmeisturum og öðrum úrvalskokkum, heldur hjá stærðfræðingnum dr. Dilwyn Edwards í Greenwich-háskólanum í London.

Dr. Edwards og stærðfræðingarnir hans lögðu nú heilann í bleyti í heilar þrjár vikur og útkoman er hin fullkomna formúla fyrir rétt steiktum hamborgara.

"Stærðfræðin kemur alltaf best að gagni þegar leysa þarf flókin vandamál og Iceland á heiður skilinn fyrir að átta sig á því. Þetta var erfitt verkefni en við fundum réttu lausnina," segir dr. Edwards.

Formúlurnar eru tvær og er sú einfaldari fyrir þá, sem ekki eru með háskólapróf í stærðfræði. Næst þegar þeir ætla að grilla hamborgara dugar alveg að vera með reglustiku og venjulegan vasareikni. Formúlan er þessi:

Massinn, M, er hlutfall af UÞ en U er umfang hamborgarans og Þ er þykktin. Steikartíminn, S, er þá líkur kvaðratinu af Þ deilt með U. Það er allt og sumt.

Þetta má raunar einfalda enn. Ef menn skyldu nú vita hve lengi þeir vilja steikja hamborgarann sinn, þá segir formúlan, að steikartíminn fjórfaldist ef settur er á grillið helmingi þykkari hamborgari. Ef þykktin er óbreytt en umfangið helmingi meira, þá verður steikartíminn aðeins tvöfalt lengri.

Hjá Iceland segja menn, að 10 cm breiðan og 1 cm þykkan hamborgara eigi að steikja í 14 mínútur, hvorki meira né minna.

Formúla meistaranna

Hin formúlan er fyrir tölvísa matgæðinga, sem fá ekki flog þótt þeir þurfi að grufla dálítið í eðlisfræði og lógaritma:

Mælið hitann í grillkolunum og í hamborgaranum sjálfum. Finnið muninn og deilið í hann með muninum á kolahitanum og æskilegum steikarhita. Nú er komið að lógaritmanum en til þess þarf tölvur eins og þær, sem notaðar eru á síðari stigum stærðfræðináms.

Færið inn í lógaritmaskala þunga hamborgarans og margfaldið með varmagetu hans og varmaflæðistuðlinum. Deilið síðan útkomunni í varmaleiðni hamborgarans. (Hrópið síðan á hjálp eða hringið strax í Raunvísindastofnun.)

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup