Madonna fær enn ein skammarverðlaunin

Banda­ríska söng- og leik­kon­an Madonna er í miklu upp­á­haldi hjá þeim sem skemmta sér við að setja sam­an lista yfir það versta í kvik­mynd­um. Hún hef­ur safnað að sér hind­berja­verðlaun­um, sem ár­lega eru veitt í Banda­ríkj­un­um fyr­ir verstu frammistöðu í kvik­mynd­um og nú hef­ur breska kvik­mynda­blaðið Empire valið ást­ar­senu henn­ar og Williams Dafoe, í mynd­inni Body of Evi­dence verstu ást­ar­senu í kvik­mynd.

Í sen­unni er Dafoe bund­inn fast­ur við rúm en Madonna læt­ur heitt kerta­vax leka á hann.

Til­b­urðir þeirra Michaels Douglas og Sharon Stone í mynd­inni Basic Inst­inct koma næst­ir að mati Empire og Stone fær einnig „viður­kenn­ingu" fyr­ir mynd­ina Sli­ver. Þá eru kemst Mickey Rour­ke á list­ann fyr­ir fimi með ís­mola og önn­ur hjálp­ar­gögn í mynd­inni 91/​2 Weeks.

Listi Empi­ere:

1. Body of Evi­dence (1992)
2. Basic Inst­inct (1991)
3. Last Tango in Par­is (1972)
4. The Col­or of Nig­ht (1994)
5. The Mat­rix Reloa­ded. (2003)
6. Kill­ing Me Softly. (2002)
7. Showg­ir­ls (1995)
8. Disc­losure (1994)
9. 91/​2 Weeks (1986)
10. Sli­ver (1993)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir