Klúbbur hinna ljótu

Ítalski bærinn Piobbico er heimabær klúbbsins Club dei Brutti, sem útleggst á íslensku "Ljótiklúbburinn".

Ljótiklúbburinn, sem upphaflega var stofnaður sem hjónabandsmiðlun fyrir dætur bæjarbúa, sem þóttu á sínum tíma ljótar, berst gegn tilbeiðslu fegurðar í samfélaginu og fyrir því að fólk hætti að dæma annað fólk út frá útlitinu einu saman.

Klúbburinn heldur árlega hátíð, þar sem ljótleikanum er fagnað. Ástæðuna segja talsmenn klúbbsins þá að samfélagið heldur upp á fegurð og lítur niður á ljótt fólk og því á ljótt fólk erfitt uppdráttar. Telesforo Iacobelli, margfaldur sigurvegari ljótleikakeppninnar sem haldin er samfara hátíðinni og talsmaður Ljótaklúbbsins, segir helsta kost þess að vera ljótur þann að "við erum eins og við erum. Við erum þeir menn og konur sem við viljum vera, og við erum dæmd fyrir það sem við erum og gerum, en ekki það sem við virðumst". Eitt af slagorðum klúbbsins er: "Ljótleiki er dygð, fegurð er þrældómur." Segja meðlimir klúbbsins að fegurð geti á vissan hátt verið fötlun, vegna þess að fallegt fólk þurfi alltaf að vera að sanna að það sé ekki einungis fallegt.

Telesforo hefur unnið ljótleikakeppnina, að hluta til sökum þess að hann er með lítið nef í samfélagi sem tilbiður stór nef og einnig vegna þrotlauss ævistarfs síns í þágu réttinda ljótra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir