Kærir grannkonu vegna samfarahávaða

Rúm­ensk­ur karl­maður hef­ur kært konu sem býr í samliggj­andi íbúð þar sem hon­um finnst hún sleppa beisl­inu full mikið fram af sér við bólfar­ir á nótt­unni.

Fólkið býr í blokk í bæn­um Foscani í Rúm­en­íu og form­lega kvart­ar karl­maður­inn und­an því að hann sé vak­inn á hverri nóttu af frygðarstun­um kon­unn­ar.

„Ég veit full vel að hún er ung og ein­hleyp og með at­hafna­frelsi í eig­in íbúð. En það þýðir samt ekki að henni sé heim­ilt að skelfa mig með þeim hætti sem hún ger­ir," seg­ir maður­inn.

„Ég hef reynt að ræða málið við hana og biðja hana að mis­kunna mér. Fór bón­leiður til búðar því hún hló og sagði mér bara að stefna sér og gera mig sjálf­ur með því að fífli," bæt­ir maður­inn við.

Hann ákvað að taka hana á orðinu og til að hafa sönn­un­ar­gögn­in á hreinu hef­ur hann tekið upp hávaðasam­ar sam­far­ir henn­ar upp á seg­ul­band. Verður upp­tak­an lögð fram er málið verður tekið fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir