Jen og Ben sundur og saman á ný

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. Reuters

Svo virðist sem leik­ar­inn Ben Aff­leck og leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez séu tek­in sam­an aft­ur. Rit­stjórn­ir banda­rískra blaða hafa verið á öðrum end­an­um í dag við að reyna að ná sam­bandi við dóms­hús í Georgíu eft­ir að hjóna­leys­in sáust þar í gær.

Mestumrædda par Hollywood kveikti í slúður­blaðamönn­um þegar þau birt­ust í dóms­húsi í Georgíu í gær skammt frá heim­ili Aff­lecks. En það var þó ekki leyfi til gift­ing­ar sem þau voru að sækja um held­ur mun leik­ar­inn föngu­legi hafi verið að sækja um byssu­leyfi.

„Aff­leck vildi vita hvort hann gæti fengið byssu­leyfi,“ sagði starfsmaður rétt­ar­ins í sam­tali við AP-frétta­stof­una.

Í kjöl­farið hef­ur litli bær­inn Hinesville fyllst að áköf­um ljós­mynd­ur­um og blaðamönn­um sem sér­hæfa sig í frétt­um af fræga fólk­inu. Þreytu­leg­ur starfsmaður rétt­ar­ins staðfesti í morg­un - greini­lega ekki í fyrsta sinn - að parið hefði ekki verið að sækja um leyfi til að gifta sig.

Aff­leck og Lopez höfðu ákveðið að gifta sig 14. sept­em­ber síðastliðin en af­lýstu brúðkaup­inu á síðustu stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir